Hönnun
Við sköpum fyrir þig
Hönnun er ekki bara fagurfræði, heldur einnig öflugt tól til sjónrænna samskipta sem mótar ímynd fyrirtækja og knýr undir jákvæð viðbrögð notenda. Við skiljum þetta mikilvæga hlutverk sem hönnun gegnir og lifum fyrir það að skapa framúrskarandi lausnir á sviði hönnunar.
Allt frá grípandi kennimerkjum (logo) yfir í töfrandi grafík, við munum hanna efni sem lyftir ykkar vörumerki á hærra plan, með útliti sem sker ykkur út frá restinni.
Nánar um þjónustuna…
Það sem við gerum:
Mörkun/vörumerkjahönnun:
Við sérhæfum okkur í að þróa áberandi vörumerki með eftirminnanlegum kennimerkjum (logo) og grípandi mörkun (branding) sem endurspegla gildi ykkar og ímynd.
Ljósmyndun og myndvinnsla:
Við vitum hversu öflugt myndefni er og hversu þýðingarmikil tengsl það myndar við viðskiptavini ykkar.
Leyfðu okkur að smella og vinna myndefni sem fanga athygli og segja sögur, allt frá vöruljósmyndum yfir í lífsstílsmyndir.
Vöruhönnun:
Við þróum hugmyndir að vöru yfir í raunveruleika með hönnun sem sker sig svo sannarlega út.
Leyfðu okkur að taka við boltanum, hvort sem þið eruð að þróa glænýja vöru eða endurhanna.
Hreyfihönnun:
Það grípur fátt meiri athygli en áhugavert myndband. Við þróum hreyfihönnun sem blæs lífi í vörumerkin þín og kemur fram skilaboðum á áhugaverðan hátt.
Vilt þú standa út fyrir
kassann með okkur?
Það kostar ekkert að spjalla!