Vefumsjónarkerfi (CMS) – hvað er það?

Í nútíma fyrirtækjarekstri er vægast sagt skylduatriði að þróa og viðhalda vel gerða vefsíðu, sama hvernig fyrirtæki það er, til að tryggja sterka viðveru á veraldarvefnum.

Hvort sem þú ert vanur vefhönnuður eða kannt lítið sem ekkert í þeim málum, er afar verðmætt að eiga gott vefumsjónarkerfi (CMS) bakvið vefsíðuna, þar sem þessi tækni gerir þér kleift að smíða, stjórna, uppfæra og stilla vefsíðuna þína á auðveldan hátt.

En hvað nákvæmlega er vefumsjónarkerfi? Í þessari bloggfærslu ætlum við að skoða grunnatriði CMS kerfa, ræða kosti þeirra, skoða hvernig þessir vettvangar eru notaðir í þróun vefsíðna og leiðbeina þér, kæri lesandi, í gegnum allt sem þú þarft að vita til að nýta þér þessi öflugu tól.

Hvað nákvæmlega er vefumsjónarkerfi?

Vefumsjónarkerfi, sem á ensku heitir “content management system”, eða “CMS”, er hugbúnaður sem gerir notendum kleift að stýra útliti og virkni á tiltekinni vefsíðu og búa til og breyta stafrænu efni vefsíðunnar án þess að þurfa mikla tækniþekkingu.
Þetta eru notendavæn viðmót sem einfalda efnissköpun og skipulag. Gott er að ímynda sér að vefumsjónarkerfin eru ákveðinn “frontur” vefsíðunnar.

Kjarnaaðgerðir vefumsjónarkerfa eru meðal annars:

Efnisumsjón
Notendur geta búið til og birt efni á borð við bloggfærslur, myndir, myndbönd og annað slíkt beint í vefumsjónarkerfinu, auk þess er hægt að skipuleggja efnið í flokka og tímasetja útgáfu eftir þörfum.

Uppsetning og hönnun vefsíðna
Í vefumsjónarkerfi er hægt að skipuleggja, flokka og breyta eiginleikum vefsíðunar, en flest vefumsjónarkerfi eru með sniðmát og þemu, sem gefur notendum þann möguleika að breyta útliti vefsíðunnar án þess að forrita neitt.

Stjórnun notenda
Í vefumsjónarkerfi geta nokkrir aðilar verið skráðir sem stjórnendur, með ýmisleg hlutverk og mismunandi heimildarstig og aðgangsmöguleika, sem eigandi síðunnar getur stjórnað að vild.

SEO og gagnagreining
Vefumsjónarkerfin eru vanalega með innbyggð tól fyrir SEO, eða “search engine optimization”, sem á íslensku myndi kallast leitarvélabestun. Leitarvélabestun er í stuttu máli aðgerðir sem hægt er að framkvæma til þess að vefsíða birtist ofarlega í leitarniðurstöðum þegar fólk leitar að einhverju ákveðnu, eða “googlar”, eitthvað ákveðið.
Til dæmis, ef vefsíða kjötverslunar birtist ofarlega þegar einhver “googlar” orðið “steik” eða “hakk”, þá er vefsíðan með góða leitarvélabestun.

Einnig er hægt að vera með samþættingu við greiningartól sem gera vefsíðueigendum kleift að fylgjast með og bæta árangur vefsíðunnar.

Afhverju ætti að nota vefumsjónarkerfi í vefsíðugerð?

Auðveld í notkun
Einn helsti kostur vefumsjónarkerfa er notendavæna viðmótið sem þær bjóða oftast upp á. Það þarf alls ekki mikla tækniþekkingu né forritunarhæfni til að stjórna þeim, sem gerir notendum kleift að einbeita sér að því að skapa flott efni fyrir vefsíðuna í stað þess að festast í einhverjum tæknilegum smáatriðum

Sveigjanleiki
Vefumsjónarkerfi eru sveigjanleg, það er hægt að sérsníða vefsíður til að mæta sérstökum þörfum og óskum. Þær bjóða upp á mikið úrval af þemum og viðbótum svo hægt sé að sérsníða vefsíðuna þannig að hún endurspegli fullkomlega starfsemi og gildi fyrirtækisins.

Samhæfð starfsemi
Í vefumsjónarkerfum geta margir notendur unnið saman í vefsíðunni og það er hægt að stilla hvaða réttindi og heimildir hver og einn notandi fær. Þetta myndar straumlínulagað vinnuumhverfi sem er einstaklega gagnlegt fyrir stærri teymi og stofnanir.

Uppfærslur og öryggi
Flest vefumsjónarkerfi innihalda reglulegar uppfærslur sem bæta bæði virkni og öryggi. Það tryggir að vefsíðan þín sé örugg og að hún búi yfir nýjustu og bestu öryggisstöðlum.

Að lokum

Á heildina litið eru vefumsjónarkerfi ómetanlegt úrræði í rekstri vefsíðna, þar sem þau bjóða upp á breitt úrval af möguleikum til að sérsníða vefsíðuna alveg eftir þörfum án þess að búa yfir forritunarhæfni eða mikilli tækniþekkingu.

Þannig getur hver sem er stjórnað vefsíðunni sinni á sveigjanlegan hátt, hvort sem það er lítið blogg, stór netverslun, portfolio síða, góðgerðarfélag eða einföld upplýsingasíða, sem tryggir örugga og öfluga viðveru á netinu.

Vilt þú standa út fyrir

kassann með okkur?

Það kostar ekkert að spjalla!